Netflix-kvikmyndin Against the Ice sem Baltasar Kormákur og fyrirtæki hans RVK Studios framleiddi fékk rétt tæpan hálfan milljarð króna í endurgreiðslu frá íslenska ríkinu í ár. Myndin var að mestu gerð á Íslandi og skartaði nokkrum íslenskum leikurum í aukahlutverkum.
Þetta er langhæsta endurgreiðslan vegna kvikmyndagerðar á þessu ári en lögum samkvæmt eiga framleiðendur kvikmynda eða sjónvarpsefnis á Íslandi kost á endurgreiðslum á allt að 35% af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í gær.