Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning á áttunda tímanum í gærkvöldi um að fíkniefni hafi fundist á leikvelli í hverfi 220 í Hafnarfirði.
Vegfarandi afhenti lögreglunni nestisbox með ætluðum fíkniefnum sem fannst á leikvelli og er talið tilheyra ungmennum sem venja komur sínar þangað, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Efnin voru haldlögð af lögreglunni.