Prjóna fyrir kalda fætur í Úkraínu

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Hákon Pálsson

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra mæl­ir með því af öllu hjarta að þeir sem geti prjónað ull­ar­sokka úr al­vöru ís­lenskri hlýrri ull fari inn á vef­inn Send­um hlýju.

„Við sjá­um til þess að hlýj­an skili sér á kalda fæt­ur í erfiðum verk­efn­um,“ skrif­ar Þór­dís í færslu á Face­book-síðu sinni.

Á vefsíðunni geta sjálf­boðaliðar tekið þátt í að prjóna fyr­ir fólk í Úkraínu, einkum her­menn, skráð þar fjölda og stærð sokkap­ara sem þeir ætla að prjóna og fengið prjóna­upp­skrift­ir. Á síðunni er einnig að finna upp­lýs­ing­ar um mót­tökustaði.

100.000 sokka­pör

Þór­dís seg­ist hafa rætt fram­takið við varn­ar­málaráðherra Úkraínu, Oleksii Rezni­kov, sem sé ákaf­lega þakk­lát­ur fyr­ir að hugsað sé með hlýhug til Úkraínu á Íslandi.

„Það skipt­ir okk­ur öll máli að Úkraína hafi sig­ur gegn hinni grimmi­legu árás sem rúss­nesk stjórn­völd standa fyr­ir. Það er þakk­arvert að vita að við Íslend­ing­ar get­um lagt eitt­hvað af mörk­um,“ skrif­ar Þór­dís.

Seg­ir í til­kynn­ingu að lagt sé upp með að senda 100.000 pör út til Úkraínu í lok októ­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert