Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir stóru myndina þegar kemur að fjárlögunum vera skuldastöðu ríkisins.
Í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sagði hann skuldastöðuna virðast ætla að haldast stöðug í 33% „sem í alþjóðlegum samanburði er frábært“.
Sigurður Ingi sagði að óttast hafi verið að eftir Covid-19 og útstreymi fjármagns færi hún yfir 50%. „Samkvæmt fjármálreglunum þurfum við að komast niður fyrir 30%," sagði hann.
„Það er dálítill munur að vera að kljást við 50% skuldahlutfall en að fara úr 33 og niður fyrir 33 er verkefni sem við ráðum vel við,“ bætti hann við og nefndi í því samhengi hagvaxtarspár.
Hann sagði að meðal annars þurfi að byggja nógu mikið íbúðarhúsnæði í þessu samhengi.