Spáð er suðaustan 3-10 metrum á sekúndu í dag, en 10-15 m/s verða við suðvesturströndina undir hádegi og heldur hvassara þar í kvöld.
Smáskúrir verða sunnan- og vestanlands og rigning síðdegis, en það verður þurrt og bjart veður á Norður- og Austurlandi. Hiti verður á bilinu i 7 til 14 stig, hlýjast norðaustantil.
Á morgun verða sunnan og suðaustan 5-15 m/s og rigning með köflum, hvassast syðst, en þurrt verður norðaustantil fram eftir kvöldi. Hlýnar heldur.