Umferðarslys var við gatnamót Hvalfjarðarvegar og Vesturlandsvegarlaust fyrir klukkan 13 í dag.
Að sögn Jens Heiðars Ragnarssonar, slökkviliðsstjóra hjá slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar, urðu engin slys á fólki en þrír bílar lentu í óhappinu.
Einn bíll var sendur frá slökkvistöðinni til að þrífa upp olíu og gler á vettvangi. Spurður segist Jens Heiðar ekki hafa upplýsingar um tilurð slyssins.