Treystir sér ekki til að vinna með „þessu fólki“

Halldóra getur ekki hugsað sér að vinna með þeim sem …
Halldóra getur ekki hugsað sér að vinna með þeim sem nú eru í framboði til forystu ASÍ. Ljósmynd/Aðsend

Hall­dóra Sig­ríður Sveins­dótt­ir, formaður stétt­ar­fé­lags­ins Bár­unn­ar og ann­ar vara­for­seti Alþýðusam­bands Íslands (ASÍ), ætl­ar, eins og staðan er núna, ekki að sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri í embætti vara­for­seta ASÍ á þingi sam­bands­ins í októ­ber. Seg­ist hún ekki geta unnið með því fólki sem nú er í fram­boði til for­seta og vara­for­seta ASÍ.

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, er enn sem komið er einn í fram­boði til for­seta ASÍ. Embætti vara­for­seta ASÍ eru þrjú. Hef­ur Ragn­ar Þór sagt að hann vilji að Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, verði ann­ar vara­for­seti sam­bands­ins, en hún hef­ur ekki ákveðið hvort hún muni gefa kost á sér.

Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, formaður Rafiðnaðarsam­bands Íslands og for­seti ASÍ, sæk­ist eft­ir því að verða fyrsti vara­for­seti sam­bands­ins og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness og Starfs­greina­sam­bands­ins, sæk­ist eft­ir því að verða þriðji vara­for­seti ASÍ.

„Ég ætla ekki að bjóða mig fram eins og staðan er í dag. Ef þetta verður ofan á þá treysti ég mér ekki til að vinna með þessu fólki,“ seg­ir Hall­dóra í sam­tali við mbl.is.

Spurð hvort hún meti stöðuna þannig að eng­inn muni bjóða sig fram gegn Ragn­ari Þór seg­ir Hall­dóra:

„Ég held að það sé ekki enn þá komið í ljós. Fólk er að velta stöðunni fyr­ir sér því að hún er sér­stök og vinnu­um­hverfið er orðið mjög sér­stakt.“

Eng­in lýðræðis­leg hugs­un leyfð

Hall­dóra var kjör­in þriðji vara­for­seti ASÍ á miðstjórn­ar­fundi sam­bands­ins í nóv­em­ber í fyrra. Hún tók við sæt­inu af Ragn­ari Þór þegar hann tók við sæti ann­ars vara­for­seta af Sól­veigu Önnu sem sagði sig frá öll­um trúnaðar­störf­um fyr­ir ASÍ sam­hliða af­sögn sinni sem formaður Efl­ing­ar. 

Seg­ir Hall­dóra að þegar hún hafi verið kjör­in hafi Ragn­ar Þór lýst því yfir á fund­in­um að hann myndi ekki styðja hana í neinu. Í kjöl­farið hafi full­trú­ar VR á fund­in­um ekki stutt kjör henn­ar.

„Þá tóku VR-ing­arn­ir hend­urn­ar niður. Þannig að of­beldið er svo mikið að eng­in lýðræðis­leg hugs­un er leyfð eða að fólk fái að gera eins og það vill gera,“ seg­ir Hall­dóra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert