Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í nokkur útköll vegna hugsanlegs elds en í tveimur tilvikum var um að ræða bilun í brunaviðvörunarkerfi, eða í Grafarvogi og á Ártúnshöfða og í einu tilviki var verið að vinna við húsnæði. Við það mynduðust aðstæður sem bentu til þess að eldur væri til staðar.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu var farið í 26 sjúkraflutninga eftir miðnætti, þar af þó nokkra í miðbæ Reykjavíkur.