Ekki alvarlega særður eftir hnífstunguna

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um gæsluvarðhald.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um gæsluvarðhald. mbl.is/Kristinn Magnússon

Maðurinn sem stunginn var með hníf í nótt í Hlíðarhverfi (hverfi 105) í Reykjavík er ekki talinn vera alvarlega særður. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Um klukkan tvö í nótt barst lögreglu tilkynning um árásina. Einstaklingurinn sem liggur undir grun var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Sá sem var stunginn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort fara eigi fram á gæsluvarðhald yfir hinum grunaða.

Margeir gat ekki sagt til um það hvort tengsl væru á milli einstaklinganna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert