Það er nokkuð hlýtt miðað við árstíma og gera spár Veðurstofunnar ráð fyrir hita á bilinu 10 til 18 stig í dag og á morgun. Hlýjast verður norðaustan til.
Í dag og á morgun eru suðlægar áttir ríkjandi með nokkuð vætusömu veðri. Búast má við að rigning verði allvíða í dag en þurrt norðaustantil fram undir kvöld og rigning með köflum þar á morgun.
Spár gera ráð fyrir áframhaldandi lægðagangi í kringum landið eftir miðja viku, en engin lægðanna virðist sérlega haustleg.