Ísland öruggasta landið fyrir þá sem stunda fjarvinnu

Ísland er öruggasta landið sem býður upp á dvalarleyfi fyrir …
Ísland er öruggasta landið sem býður upp á dvalarleyfi fyrir fólk í fjarvinnu. Ljósmynd/Colorbox

Ísland er öruggasta landið sem býður upp á dvalarleyfi fyrir fólk í fjarvinnu, samkvæmt vefsíðunni lemon.io. sem sérhæfir sig í málefnum frumkvöðla. Þar er byggt á tölum frá Global Peace Index.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem gegndi embætti dómsmálaráðherra þegar tillaga um þessi efni var lögð fram, segir verkefnið hafa heppnast vel. „Þetta er eitt af því sem ég tel mikilvægt að skoða áfram og mögulega bjóða upp á dvöl til lengri tíma en nú er gert ráð fyrir. Samtímis er unnið að því að auðvelda erlendum sérfræðingum að koma hingað og starfa,“ segir Áslaug í samtali við Morgunblaðið.

Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert