Líkamsárás í Vesturbæ

Gerandinn var farinn þegar lögreglu bar að garði.
Gerandinn var farinn þegar lögreglu bar að garði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu var í gær kölluð á vett­vang vegna hnífstungu í hverfi 105 í Reykja­vík. Sá sem hlaut stung­una var flutt­ur á slysa­deild til aðhlynn­ing­ar en sá grunaði var hand­tek­inn og vistaður í fanga­geymslu.

Þá barst lög­reglu einnig til­kynn­ing um lík­ams­árás í Vest­ur­bæn­um en ger­and­inn var far­inn af vett­vangi þegar lög­reglu bar að garði. Er málið nú í rann­sókn.

Þetta kem­ur fram í dag­bók lög­reglu.

Hand­tek­inn fyr­ir fram­leiðslu fíkni­efna

Þar kem­ur einnig fram að ein­stak­ling­ur hafi verið hand­tek­inn fyr­ir fram­leiðslu fíkni­efna í um­dæmi lög­regl­unn­ar í Kópa­vogi og Breiðholti. Var sá lát­inn laus að skýrslu­töku lok­inni.

Þá voru nokkr­ir öku­menn stöðvaðir sem voru grunaðir um akst­ur und­ir áhrif­um vímu­efna. Einn þeirra reynd­ist ekki með öku­rétt­indi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert