Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í gær kölluð á vettvang vegna hnífstungu í hverfi 105 í Reykjavík. Sá sem hlaut stunguna var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en sá grunaði var handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Þá barst lögreglu einnig tilkynning um líkamsárás í Vesturbænum en gerandinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Er málið nú í rannsókn.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Þar kemur einnig fram að einstaklingur hafi verið handtekinn fyrir framleiðslu fíkniefna í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi og Breiðholti. Var sá látinn laus að skýrslutöku lokinni.
Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir sem voru grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna. Einn þeirra reyndist ekki með ökuréttindi.