Rannsókn talmeina- og málfræðinga bendir til þess að tvítyngd börn með íslensku sem annað mál læri takmarkaða íslensku í leikskólum. Niðurstöður sýna að tvítyngd börn sýni mun slakari færni í íslensku samanborið við meðalgetu eintyngdra.
Fríða Bjarney Jónsdóttir, leikskólakennari og doktorsnemi við Menntavísindasvið, segir þetta mikið áhyggjuefni og að endurskoða þurfi algjörlega hvernig unnið sé í leikskólum og skólakerfinu öllu.
„Þetta snýst ekki bara um það hvernig íslenskukennslan fer fram, heldur hvernig börn verða fullgildir þátttakendur í samfélagi þar sem þau læra með öðrum börnum.“
Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu.