Þjónustubátur Sea Life Trust í Vestmannaeyjum sökk í Klettsvík, sem olli olíuleka. Því geta mjaldrarnir, Litla-Hvít og Litla Grá, ekki flutt í víkina fyrir veturinn. Munu þær því dvelja í umönnunarlaug í þekkingarsetri Vestmannaeyja þar til í vor, að því er segir í yfirlýsingu frá Sea Life Trust.
Báturinn sökk nokkrum klukkustundum áður en mjaldrarnir áttu að flytja í víkina. Um er að ræða um tíu tonna bát sem kafarar notuðu í þágu verkefnisins.
„Eftir vandlegan, margra mánaða undirbúning er starfslið þekkingarsetursins miður sín vegna þessa. Okkur langar að þakka nærsamfélaginu fyrir að sýna okkur stuðning og hjálpa okkur að láta þetta einstaka verkefni verða að veruleika,“ segir í yfirlýsingunni.
Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag.