Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Joan T.A. Gabel, rektor Minnesota-háskóla í Bandaríkjunum, hafa undirritað samning um áframhaldandi samstarf milli skólanna til næstu fimm ára.
„Þetta er gríðarlega ánægjulegt og þetta samstarf, sem hefur staðið í 40 ár, er einstakt,“ segir Jón Atli í samtali við Morgunblaðið. Um er að ræða fyrsta skólann sem Háskóli Íslands gerði heildstæðan tvíhliða samning við á sínum tíma og hefur samstarf skólanna gengið einstaklega vel, að hans sögn.
Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag.