Viktor ráðinn stjórnmála- og fjölmiðlafulltrúi

Viktor Stefánsson hefur verið ráðinn stjórnmála- og fjölmiðlafulltrúi sendinefndar Evrópusambandsins …
Viktor Stefánsson hefur verið ráðinn stjórnmála- og fjölmiðlafulltrúi sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

Viktor Stefánsson hefur verið ráðinn stjórnmála- og fjölmiðlafulltrúi sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sendinefndinni. 

Viktor er með tvöfalda meistaragráðu í evrópskri stjórnmálahagfræði og Evrópufræði frá London School of Economics og Sciences Po – Paris. Eins er Viktor með B.A.-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, að því að segir í tilkynningu.

Sendinefndin hefur stöðu sendiráðs á Íslandi og er fulltrúi Evrópusambandsins gagnvart stjórnvöldum á Íslandi. Sendinefndin hóf störf á Íslandi í janúar árið 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert