Veðrið á Austurlandi í dag var með eindæmum gott ef marka má hitann víðs vegar um landið, en á Seyðisfirði mældist hitinn hæst 20,8 gráður og á Neskaupstað 20,1 gráða.
„Það er óvenjulega hlýtt loft yfir landinu núna svona seint í september. Það náði að létta til þar í dag, þannig að þó að sólin sé farin að veikjast þá nær hún samt sem áður að gera sitt og þar af leiðandi fáum við þennan hita,“ segir Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.
„Það á eftir að kólna næsta sólarhringinn eða svo, en það verður svalara á morgun.“
Að hans sögn mun um helgina koma önnur hlý bylgja.
„Það verður þó leiðinlegt hvassviðri, en það er eins og það er.“