Nærri 21 gráðu hiti

Góðviðrisdagur á Seyðisfirði. Mynd úr safni.
Góðviðrisdagur á Seyðisfirði. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

Veðrið á Aust­ur­landi í dag var með ein­dæm­um gott ef marka má hit­ann víðs veg­ar um landið, en á Seyðis­firði mæld­ist hit­inn hæst 20,8 gráður og á Nes­kaupstað 20,1 gráða.

„Það er óvenju­lega hlýtt loft yfir land­inu núna svona seint í sept­em­ber. Það náði að létta til þar í dag, þannig að þó að sól­in sé far­in að veikj­ast þá nær hún samt sem áður að gera sitt og þar af leiðandi fáum við þenn­an hita,“ seg­ir Hrafn Guðmunds­son, veður­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Hlý bylgja um helg­ina

„Það á eft­ir að kólna næsta sól­ar­hring­inn eða svo, en það verður sval­ara á morg­un.“

Að hans sögn mun um helg­ina koma önn­ur hlý bylgja.

„Það verður þó leiðin­legt hvassviðri, en það er eins og það er.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert