Skera niður seinni vindmylluna í Þykkvabæ

Ein vindmylla stendur eftir í Þykkvabæ og fella á hana …
Ein vindmylla stendur eftir í Þykkvabæ og fella á hana í dag. mbl.is/RAX

Fella á vindmylluna sem stendur eftir í Þykkvabæ í dag klukkan tvö. Ekki verður notast við sprengiefni eins og gert var síðast heldur mun yfirbrennari á vegum fyrirtækisins Hringrásar sjá um að skera mannvirkið laust með logskurðartæki. Síðan mun náttúrulögmálið sjá um að koma henni niður.

Þetta segir Sigmar Eðvarðsson, einn af eigendum Hringrásar. Hann er nú staddur í Þykkvabæ þar sem verið er að undirbúa niðurrifið. Lögreglan er einnig stödd á vettvangi og mun hún sjá til þess að enginn óviðkomandi fari inn á svæðið á meðan verkefnið stendur yfir.

Tvær vindmyllur stóðu í Þykkvabæ en þær eyðilögðust báðar í bruna. Önnur myllan var felld af sprengjusveit Landhelgisgæslunnar í apríl á þessu ári og er nú komið að þeirri síðari. 

Fé­lagið Há­blær, eig­andi vindraf­stöðvanna í Þykkvabæ, áform­ar að reisa tvær nýj­ar og af­kasta­meiri vind­myll­ur á und­ir­stöðum þeirra gömlu. 

Muni taka sirka hálftíma

Að sögn Sigmars er búist við því að það taki sirka hálftíma að ná vindmyllunni niður. Í kjölfarið verður mannvirkið bútað niður og það flutt til Reykjavíkur í frekari fullvinnslu áður en það verður sent erlendis til endurvinnslu.

Býst hann við að verkið gangi betur fyrir sig en þegar síðasta vindmyllan var felld í Þykkvabæ en það verkefni tók marga klukkutíma og þurfti sex sprengingar til. 

Sigmar kveðst hafa mikla trú á þeirri aðferð sem nú er notast við og segir hann Hringrás hafa áratuga reynslu af því að taka niður stálmannvirki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert