Viðvörunarkerfi vonandi væntanlegt í mánuðinum

Unnið er að nýju viðvörunarkerfi í Reynisfjöru.
Unnið er að nýju viðvörunarkerfi í Reynisfjöru. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Von­ir standa til þess að að nýtt viðvör­un­ar­kerfi verði sett upp í Reyn­is­fjöru í mánuðinum „eða á allra næst­unni“, að sögn Björns Inga Jóns­son­ar, verk­efna­stjóra al­manna­varna hjá lög­reglu­stjór­an­um á Suður­landi.

Björn seg­ir að unnið sé hörðum hönd­um að því að hanna skiltið og koma því fyr­ir í fjör­unni en að ná­kvæm dag­setn­ing liggi þó ekki fyr­ir.

Hann bend­ir á að verið sé að finna kerf­inu und­ir­stöðu og hanna það um leið en það þarf að hanna eft­ir því hvert það fer. „Svo það er hvort tveggja í vinnslu og allt á fullri ferð svo von­andi fer það að birt­ast fljót­lega,“ seg­ir Björn.

Mik­il umræða skapaðist um aðgengi ferðamanna að Reyn­is­fjöru og hvernig væri hægt að koma í veg fyr­ir bana­slys eft­ir að er­lend­ur ferðamaður lést þar í júní.

Skilti með viðvör­un­ar­ljós­um

Skiltið sem um ræðir verður með viðvör­un­ar­ljós­um og bygg­ist meðal ann­ars á öldu­spor­kerfi Vega­gerðar­inn­ar á grunn­sævi en að sögn Björns á að nota það til að stýra viðvör­un­ar­skilt­um.

Hann bend­ir þó á að kerfið gefi ekki til kynna að það sé ör­uggt að vera í fjör­unni held­ur að það sé „kannski mis­var­huga­vert að vera þarna“.

Sett verður eitt viðvör­un­ar­skilti og á því verða ljós, bæði gul og rauð. Byggt er á sömu hug­mynda­fræði og sést oft á strönd­um er­lend­is þar sem notuð eru flögg. Fyr­ir neðan blikk­andi ljós­in verður svo kerfið út­skýrt.

„Svo erum við líka að vinna í minni leiðbein­ing­ar­skilt­um á svæðinu og reyna að búa til heil­steypt upp­lýs­ingaflæði til að fanga at­hygli ferðamanna þannig að þeir átti sig á aðstæðum þarna.“

Björn bæt­ir við að kerfið sé unnið í góðri sam­vinnu við land­eig­end­ur, Ferðamála­stofu, Vega­gerðina og Veður­stof­una.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert