Vindmyllan féll loksins

Eftir um eina og hálfa klukkustund tókst að fella vindmylluna.
Eftir um eina og hálfa klukkustund tókst að fella vindmylluna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Seinni vind­myll­an í Þykkvabæ er nú fall­in eft­ir að starfs­menn Hringrás­ar höfðu fyrst skorið á und­ir­stöðurn­ar með logskurðar­tæki og svo tjakkað upp eina hlið myll­unn­ar þannig að hún félli á hliðina.

Tals­verða at­hygli vakti þegar fyrri vind­myll­an var felld fyrr á þessu ári, en þá var not­ast við sprengi­efni. Tafðist sú vinna tals­vert og reynd­ist þraut­inni þyngra að fella vind­myll­una.

Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll í dag.
Seinni vind­myll­an í Þykkvabæ féll í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Upp­haf­lega var áætlað að vinn­an í dag tæki ekki nema um hálf­tíma, en hún tók þó tals­vert lengri tíma. Upp­haf­lega var beðið eft­ir töku­mönn­um frá Rúv sem voru sein­ir á vett­vang og síðan tók sjálf vinn­an lengri tíma. Þegar ljóst var að brennsl­an með logskurðar­tækj­un­um ein og sér myndi ekki duga gripu starfs­menn Hringrás­ar til þess að sækja tjakk sem tjakkaði upp eina hlið myll­unn­ar. Var svo aft­ur gripið til logskurðar­tækj­anna og sá að lok­um þyngd­araflið um rest­ina.

Tvær vind­myll­ur stóðu í Þykkvabæ en þær eyðilögðust báðar í bruna. Önnur myll­an var felld af sprengju­sveit Land­helg­is­gæsl­unn­ar í apríl á þessu ári og er nú komið að þeirri seinni. 

Þegar spaðarnir rákust á jörðina þyrlaðist moldin upp.
Þegar spaðarn­ir rák­ust á jörðina þyrlaðist mold­in upp. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fé­lagið Há­blær, eig­andi vindraf­stöðvanna í Þykkvabæ, áform­ar að reisa tvær nýj­ar og af­kasta­meiri vind­myll­ur á und­ir­stöðum þeirra gömlu. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert