Beint: Katrín og Þórdís ræða loftslagsmál í Washington

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Katrín Jakobsdóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Katrín Jakobsdóttir. Samsett mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, taka í dag þátt í loftlagsráðstefnu Atlantshafsráðsins (Atlantic Council), Green by Iceland og sendiráðs Íslands í Washington þar sem helstu áskoranir og lausnir í loftslagsmálum, bæði á Íslandi og Bandaríkjunum, eru í brennidepli.

Ráðstefnan er haldinn í samvinnu við sendiráð Íslands í Washington og Grænvang, samstarfsvettvang atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir. Grænvangur vinnur ásamt Íslandsstofu með íslenskum fyrirtækjum að markaðssetningu grænna lausna á alþjóðamarkaði undir merkjum Green by Iceland, að því er segir í tilkynningu. 

Fylgjast má með fundinum hér fyrir neðan. 

Á ráðstefnunni koma fulltrúar stjórnvalda, fyrirtækja og félagasamtaka beggja vegna Atlantshafsins saman og ræða leiðir til þess að efla alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum. Áhersla er á nýjar tæknilausnir á sviði hreinnar orku, jarðhita og kolefnisförgunar þar sem markmiðið er að flýta fyrir orkuskiptum í heiminum.

Auk Katrínar og Þórdísar Kolbrúnar munu fjölmargir stjórnendur íslenskra fyrirtækja og stofnana halda erindi á ráðstefnunni, ásamt erlendum aðilum. Hér má finna dagskrá og frekari upplýsingar um ráðstefnuna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert