Deyfði sig með kókaíni á Havaí

Guðmundar- og Geirfinnsmálið hefur litað allt líf Erlu Bolladóttur.
Guðmundar- og Geirfinnsmálið hefur litað allt líf Erlu Bolladóttur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sak­fell­ing Erlu Bolla­dótt­ur í Guðmund­ar- og Geirfinns­mál­inu hef­ur litað allt henn­ar líf og sam­band henn­ar við elstu dótt­ur sína, sem var ell­efu vikna þegar hún var hand­tek­in, hef­ur liðið fyr­ir það alla tíð. Þær náðu aldrei að mynda eðli­leg tengsl á milli móður og barns.

Erla var sak­felld fyr­ir að bera rang­ar sak­argift­ir á hend­ur Magnúsi Leópolds­syni, Ein­ari Gunn­ari Bolla­syni, Valdi­mar Ol­sen og Sig­ur­birni Ei­ríks­syni og hafnaði end­urupp­töku­dóm­stóll í síðustu viku henni um end­urupp­töku máls­ins.

Dótt­ir Erlu var orðin tveggja ára þegar hún fékk hana aft­ur til sín eft­ir að hafa bar­ist fyr­ir henni með kjafti og klóm. Hún var nefni­lega ekki tal­in hæf til að ann­ast hana eft­ir langa dvöl í gæslu­v­arðhaldi. Þetta kom fram í máli Erlu á blaðamanna­fundi sem hún boðaði til í dag vegna niður­stöðu end­urupp­töku­dóm­stóls­ins.

Hrækt á hana á förn­um vegi

Erla sagði mikla heift og fyr­ir­litn­ingu al­menn­ings hafa tekið á móti sér þegar hún var lát­in laus og lýsti hún því á fund­in­um hve mikið áfall það var henni að heyra nafn sitt kallað þegar það var í fyr­ir­sögn í blöðunum.

Sagði hún fólk hafa úthúðað sér og hrækt á sig og alls staðar hafi hún fengið að heyra að fólk eins og hún væri ekki vel­komið. Hún reyndi að fara var­lega þegar hún var meðal al­menn­ings. Fólk sem hún þekkti treysti sér ekki til að um­gang­ast hana. Hún sagðist ekki hafa átt mögu­leika á því að fá hús­næði eða vinnu og var neitað um fé­lags­bæt­ur á þeim for­send­um að fólk eins og hún fengi ekki styrk.

Eit­ur­lyf besta upp­finn­ing­in

Þetta varð til þess að hún flúði Ísland. Henni var ekki stætt á að búa hér á landi og fór til syst­ur sinn­ar sem bjó á Havaí. Þær fóru sam­an, hún og dótt­ir henn­ar. „Þar vissi eng­inn neitt um Geirfinn,“ seg­ir Erla.

Lífið á Havaí var hins veg­ar ekki auðvelt þó hún væri laus und­an fyr­ir­litn­ing­unni og aðkast­inu sem hún varð fyr­ir heima á Íslandi. Erla var upp­full af reiði og leitaði í fíkni­efni til að deyfa sig.

„Eit­ur­lyf voru það besta sem hafði verið fundið upp í þess­ari líðan minni. Svo fór kókaínið al­veg með mig alla leið,“ seg­ir Erla í sam­tali við mbl.is. Henni tókst þó að losa sig úr viðjum vím­unn­ar og snúa blaðinu við. Hún gekk í tólf spora sam­tök­in á Havaí og fór inn á and­lega braut í kjöl­farið.

„Það gerði mig smám sam­an færa um að koma heim,“ seg­ir hún.

Erla Bolladóttir boðaði til blaðamannafundar í dag ásamt Sigrúnu Gísladóttur, …
Erla Bolla­dótt­ir boðaði til blaðamanna­fund­ar í dag ásamt Sigrúnu Gísla­dótt­ur, lög­fræðingi sín­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Losnaði við reiðina og fyr­ir­gaf

Erla er þó ekki reið í dag. Ekki leng­ur.

„Ég var það, ég þreifst á því. Hatrið var mér kraft­ur. Ég hataði þessa menn, en þegar ég kom aft­ur til Íslands þá fór ég aðeins að skoða þetta bet­ur og fór inn á and­lega braut. Þá fór ég að átta mig á ýmsu sem hafði íþyngt mér og ég gat losað mig við. Ég eyddi líka fimm árum í Suður-Afr­íku þegar Nel­son Mandela var að taka við völd­um og þá lagðist ég í djúpa rann­sókn á fyr­ir­gefn­ingu, þangað til ég var búin að átta mig á hvað það þýddi. Þá gat ég fyr­ir­gefið og sleppt tök­un­um á þessu öllu.“

Í dag seg­ist hún finna til með með mönn­um sem komu að rann­sókn Guðmund­ar- og Geirfinns­máls­ins á sín­um tíma. „Ég hef eng­an áhuga á að draga fram ein­hverj­ar refsipæl­ing­ar. Aðal­málið er held­ur ekki að ég verði sýknuð held­ur að þessu máli sé skilað til stjórn­valda því þau bera ábyrgð.“

Hafði virki­lega trú á dóm­stóln­um

Erlu var brugðið þegar niðurstaða end­urupp­töku­dóm­stóls­ins lá fyr­ir. „Þá áttaði ég mig á því að ég hafði haft ein­hverja trú á þess­um dóm­stóli. Af því málið var svo borðleggj­andi og það var svo aug­ljóst að hvaða annað mál sem er hefði unnið,“ seg­ir Erla.

Hún tel­ur að þeir ein­stak­ling­ar sem kváðu upp dóm­inn, sem og þeir sem hafa sak­fellt hana áður, hafi ekki verið heiðarleg­ir. „Það þarf ein­beitt­an vilja til þess að kom­ast að þess­ari niður­stöðu.“

Erla er þó ekki hætt að berj­ast og ætl­ar að halda áfram á meðan það er ein­hver leið fær. Nú kem­ur til greina að fara með mál henn­ar til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu og næsta skref er að kanna hvort öll skil­yrði til þess séu upp­fyllt.

„Það er ákveðinn létt­ir, til­hugs­un­in um að fara með þetta út fyr­ir Ísland. Það er eig­in­lega eini séns­inn. Þar sem ein­hver er ekki að passa frænda sinn.“

Ætlar að berj­ast út fyr­ir gröf og dauða 

Ef það fer svo að málið verði tekið fyr­ir hjá Mann­rétt­inda­dóm­stóln­um og dæmt henni í vil, þarf hún að sækja um end­urupp­töku máls­ins hér á landi. „Þá slæ ég ör­ugg­lega öll met. Það er eng­inn sem hef­ur fengið að sækja þris­var um end­urupp­töku í sama máli,“ seg­ir Erla kím­in.

Þetta ferli get­ur tekið lang­an tíma og Erla ger­ir sér grein fyr­ir hún muni hugs­an­lega ekki lifa þann dag að hún fái mál sitt end­urupp­tekið. Hún hef­ur greinst með ólækn­andi krabba­mein og því ekki sjálf­gefið að hugsa til framtíðar.

„Ég tel það vel mögu­legt, en þá er það fólk eins og þín kyn­slóð sem von­andi brettið upp erm­arn­ar. Ég er með ákveðið fólk í huga sem get­ur tekið við því ríkið fær ekki að sleppa. „Ég mun berj­ast út fyr­ir gröf og dauða.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert