Fjórir handteknir og „hættuástandi afstýrt“

Sérsveitin að störfum. Mynd úr safni.
Sérsveitin að störfum. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra og lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hand­tóku í dag fjóra ein­stak­linga. Seg­ir lög­regl­an að þar með hafi hættu­ástandi verið af­stýrt. Tveir þeirra sem voru hand­tekn­ir voru tald­ir vopnaðir og hættu­leg­ir um­hverfi sínu.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu sem barst frá rík­is­lög­reglu­stjóra rétt í þessu.

Viðamik­il vopna­laga­brot

Menn­irn­ir eru sagðir hafa verið hand­tekn­ir í tengsl­um við yf­ir­stand­andi rann­sókn á veg­um embætt­is rík­is­lög­reglu­stjóra, sem hafi það hlut­verk að rann­saka öll þau brot sem snúa að landráðum og brot­um gegn stjórn­skip­an rík­is­ins og æðstu stjórn­völd­um þess.

Ekki er greint nán­ar frá því að hvaða leyti málið falli und­ir þetta hlut­verk embætt­is­ins.

Í til­kynn­ing­unni kem­ur aft­ur á móti fram að rann­sókn­in hafi snúið að skipu­lagðri glæp­a­starf­semi og viðamikl­um vopna­laga­brot­um.

„Það er mildi að eng­an sakaði í aðgerðum lög­reglu en hand­taka fór skjótt og vel fram,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Aðgerðirn­ar tvær tengd­ar

Gunn­ar H. Garðars­son, sam­skipta­stjóri rík­is­lög­reglu­stjóra, tek­ur fram í til­kynn­ing­unni að hand­tak­an hafi farið skjótt og vel fram. Þá er bætt við að vett­vang­ur aðgerða hef­ur verið tryggður, hættu­ástandi af­stýrt og viðbúnaður lög­reglu hafi verið um­fangs­mik­ill.

Þá ligg­ur fyr­ir að aðgerðirn­ar í Holta­smára í Kópa­bogi og í iðnaðar­hverfi í Mos­fells­bæ hafi verið tengd­ar og hluti af þess­ari rann­sókn rík­is­lög­reglu­stjóra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert