Frítt í Strætó á morgun

Frítt verður í strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á morgun.
Frítt verður í strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á morgun. mbl.is/Hari

Frítt verður í stræt­is­vagna á höfuðborg­ar­svæðinu á morg­un í til­efni af bíl­lausa deg­in­um og sam­göngu­viku.

Strætó hvet­ur íbúa á stór­höfuðborg­ar­svæðinu að leggja bíln­um og ferðast frítt um all­an bæ frá morgni til kvölds, án þess að hafa áhyggj­ur af bíla­stæðum eða bens­ín­kostnaði, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Strætó.

Sam­göngu­vik­an er sam­evr­ópsk og hófst þann 16. sept­em­ber, á degi ís­lenskr­ar nátt­úru. Yf­ir­skrift vik­unn­ar í ár er Velj­um fjöl­breytta ferðamáta og þema árs­ins er virk­ari sam­göng­ur. Bíl­lausi dag­ur­inn er síðasti liður sam­göngu­vik­unn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert