Frítt verður í strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á morgun í tilefni af bíllausa deginum og samgönguviku.
Strætó hvetur íbúa á stórhöfuðborgarsvæðinu að leggja bílnum og ferðast frítt um allan bæ frá morgni til kvölds, án þess að hafa áhyggjur af bílastæðum eða bensínkostnaði, að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó.
Samgönguvikan er samevrópsk og hófst þann 16. september, á degi íslenskrar náttúru. Yfirskrift vikunnar í ár er Veljum fjölbreytta ferðamáta og þema ársins er virkari samgöngur. Bíllausi dagurinn er síðasti liður samgönguvikunnar.