Hús BSO stendur fram á næsta ár

Bifreiðastöð Oddeyrar, BSO, hefur til áratuga verið miðstöð leigubílaaksturs í …
Bifreiðastöð Oddeyrar, BSO, hefur til áratuga verið miðstöð leigubílaaksturs í bænum. Stöðin þarf nú að víkja. mbl.is/Margrét Þóra

Bæj­ar­ráð Ak­ur­eyr­ar hef­ur samþykkt beiðni Bif­reiðastöðvar Odd­eyr­ar (BSO) um fram­leng­ingu á stöðuleyfi fyr­ir hús leigu­bíla­stöðvar­inn­ar við Strand­götu fram til 31. maí á næsta ári.

Bæj­ar­stjór­inn á Ak­ur­eyri seg­ir að starfs­leyfi fyr­ir bens­ín­stöð við leigu­bíla­stöðina renni ekki út fyrr en á næsta ári og lóðinni verði ekki út­hlutað al­veg á næst­uni. Í því ljósi hafi fram­leng­ing verið samþykkt.

Leigu­bíl­stjór­arn­ir á BSO hafa verið með aðstöðu í miðbæ Ak­ur­eyr­ar frá ár­inu 1956. Hluta­fé­lag þeirra fékk stöðuleyfi fyr­ir hús­inu á ár­inu 1955 en lóðarleigu­samn­ingi var aldrei þing­lýst. Stöðuleyfi hef­ur verið fram­lengt nokkr­um sinn­um síðustu árin.

Ak­ur­eyr­ar­bær hef­ur deili­skipu­lagt svæðið. Þar eiga að vera stærri hús með blandaðri starf­semi, íbúðum, þjón­ustu og skrif­stof­um. Verið er að byggja slíkt hús á lóðinni á móti, við Hofs­bót.

Nán­ari um­fjöll­un má lesa í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert