Hús BSO stendur fram á næsta ár

Bifreiðastöð Oddeyrar, BSO, hefur til áratuga verið miðstöð leigubílaaksturs í …
Bifreiðastöð Oddeyrar, BSO, hefur til áratuga verið miðstöð leigubílaaksturs í bænum. Stöðin þarf nú að víkja. mbl.is/Margrét Þóra

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt beiðni Bifreiðastöðvar Oddeyrar (BSO) um framlengingu á stöðuleyfi fyrir hús leigubílastöðvarinnar við Strandgötu fram til 31. maí á næsta ári.

Bæjarstjórinn á Akureyri segir að starfsleyfi fyrir bensínstöð við leigubílastöðina renni ekki út fyrr en á næsta ári og lóðinni verði ekki úthlutað alveg á næstuni. Í því ljósi hafi framlenging verið samþykkt.

Leigubílstjórarnir á BSO hafa verið með aðstöðu í miðbæ Akureyrar frá árinu 1956. Hlutafélag þeirra fékk stöðuleyfi fyrir húsinu á árinu 1955 en lóðarleigusamningi var aldrei þinglýst. Stöðuleyfi hefur verið framlengt nokkrum sinnum síðustu árin.

Akureyrarbær hefur deiliskipulagt svæðið. Þar eiga að vera stærri hús með blandaðri starfsemi, íbúðum, þjónustu og skrifstofum. Verið er að byggja slíkt hús á lóðinni á móti, við Hofsbót.

Nánari umfjöllun má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert