Íslenskum fjölmiðlum boðið í eftirlit til Úkraínu

mbl.is/Kristinn Magnússon

Tíu ís­lensk­um fjöl­miðlum barst í gær boð frá Kon­ráð Magnús­syni um þátt­töku í ferð til her­numdra svæða í Úkraínu, þar sem lepp­stjórn­ir hafa boðað til at­kvæðagreiðslu um inn­limun í Rúss­land.

Kon­ráð seg­ir í sam­tali við mbl.is að ferðin sé í boði sér­staks sjóðs á veg­um rúss­neska stjórn­valda. Hann verði sjálf­ur aðstoðarmaður og tengiliður í ferðinni en sé ekki að þiggja greiðslu frá sjóðnum fyr­ir. 

Spurður hvort að hann sé því sjálf­boðaliði hjá sjóðnum, seg­ir hann að hann sé ein­fald­lega að gera vin­um greiða með því að ann­ast ferðina og bjóða í hana. 

Kon­ráð seg­ir að vega­bréfs­árit­an­ir verði gefn­ar út fyr­ir þá blaðamenn sem kunna að þiggja boðið, flug og uppi­hald greitt og ströng ör­ygg­is­gæsla í boði. Spurður seg­ir hann ör­uggt að hægt sé að út­vega vega­bréfs­árit­an­ir með litl­um fyr­ir­vara. 

Áætlað er að halda út á morg­un, til Lund­úna, fljúga svo til Ist­an­búl í Tyrklandi og þaðan til Moskvu í Rússlandi. Sér­stakt flug fyr­ir blaðamenn yrði þá frá Moskvu til Luhansk en at­kvæðagreiðslan á að hefjast á sunnu­dag­inn. 

Spurður nán­ar út í tengsl sín við sjóðinn sem býður í ferðina seg­ir Kon­ráð að hann hafi mik­il tengsl bæði við Úkraínu og Rúss­land. Hann hafi kynnst starf­semi sjóðsins fyr­ir um 10 árum „og verið í sam­bandi við þá í tengsl­um um ýmis mál“. Þá seg­ir hann stjórn­anda sjóðsins góða vin­kona til fjölda ára. 

Kon­ráð seg­ist eng­an styðja í stríðinu í Úkraínu. „Ég er al­gjör­lega hlut­laus í þessu máli. Mín hvatn­ing er sú að ég fái með mér frétta­menn sem geta skrifað raun­veru­leg­ar frétt­ir, þar sem taka sjálf­ir viðtöl og sjá – en ekki, það sem hef­ur verið allt of mikið af, skrifa upp frétt­ir frá er­lend­um miðlum sem ekki eru alltaf rétt­ar. Að fólk geti komið að myndað sér eig­in skoðun eft­ir eig­in sann­fær­ingu.“

Hann seg­ir að enn hafi eng­inn miðill þegið boðið en að hann sé bjart­sýnn á að ein­hverj­ir hafi sam­band í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert