Katrín átti fund með Pelosi

Katrín Jakobsdóttir og Nancy Pelosi ræddu meðal annars um samstarf …
Katrín Jakobsdóttir og Nancy Pelosi ræddu meðal annars um samstarf Bandaríkjanna og Íslands, sem hefur dýpkað og breikkað. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra fundaði í dag með Nancy Pe­losi, for­seta full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings, í þing­hús­inu á Capitol Hill í Washingt­on­borg. Frá þessu seg­ir í til­kynn­ingu á vef for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins.

Ræddu þær um tví­hliða sam­skipti Íslands og Banda­ríkj­anna og kom fram að rík­in eiga náið og traust sam­starf sem bæði hafi dýpkað og breikkað á síðustu árum, en sam­starf á sviði um­hverf­is- og loft­lags­mála og Norður­slóða séu dæmi um það.

Lisa Murkowski og Angus King ásamt Katrínu.
Lisa Mur­kowski og Ang­us King ásamt Katrínu. Ljós­mynd/​Af Face­book-síðu for­sæt­is­ráðherra

Þá ræddu þær mál­efni Úkraínu, loft­lags­mál, rétt­lát um­skipti og það bak­slag sem hef­ur orðið í jafn­rétt­is­mál­um víða um heim.

Í kjöl­farið átti for­sæt­is­ráðherra fund með Ang­us King og Lisu Mur­kowski, öld­unga­deild­arþing­mönn­um Maine og Alaska. Ræddu þau meðal ann­ars frum­varp þing­mann­anna um Norður­slóðir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert