„Það er mikilvægt að ná samningum við einkareknar heilsugæslustöðvar enda eru þær sterkur hlekkur í heilbrigðisþjónustunni í landinu,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, í skriflegu svari við fyrirspurn Morgunblaðsins. Spurt var hvað honum þætti um slæma stöðu einkarekinna heilsugæslustöðva sem Gunnlaugur Sigurjónsson, stjórnarformaður Heilsugæslunnar Höfða, lýsti í Morgunblaðinu og í Dagmálum á mbl.is í gær.
„Starfshópur um endurskoðun á fjármögnunarlíkani heilsugæslustöðvanna hefur nýlega skilað góðri vinnu sem mun nýtast til framtíðar. Forsvarsmenn allra heilsugæslustöðva eiga þar sæti við borðið,“ segir Willum.
Gunnlaugur telur þörf á að endurskoða fjármögnunarlíkan einkareknu heilsugæslustöðvanna hið fyrsta. Hvað segir heilbrigðisráðherra um það?
Lesa má nánari umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.