Neytendastofa sektar CBD ehf.

Neytendastofa er til húsa í Borgartúni 21.
Neytendastofa er til húsa í Borgartúni 21. mbl/Arnþór Birkisson

Neytendastofa hefur sektað CBD ehf. vegna fullyrðinga um lyfjavirkni CBD á vefsíðunni atomos.is 

Í tilkynningu frá Neytendastofu segir að fullyrðingarnar hafi lútið að virkni og notkunarmöguleikum snyrtivara sem auglýstar voru á vefsíðunni.

CBD ehf. bar í fyrstu fyrir sig að á vefsíðunni hefði verið að finna almennan fróðleik og upplýsingar um efnið CBD og þar líkt og á undirsíðum hafi verið tekið skýrt fram, þegar við eigi, að tiltekin notkun sé ekki leyfileg á Íslandi samkvæmt lögum eða að tiltekin notkun eigi ekki við um snyrtivörur sem seldar séu á vefsíðunni.

Félagið segist hafa fjarlægt fullyrðingarnar sem Neytendastofa leitaði skýringa á. Það hafi ekki viljað viðhafa óréttmæta eða villandi viðskiptahætti.

„Niðurstaða Neytendastofu var sú að með fullyrðingum um lyfjavirkni CBD, sem fyrirfinnst í snyrtivörum félagsins, hafi CBD ehf. viðhaft villandi og óréttmæta viðskiptahætti,“ segir í tilkynningunni.

Stofnunin sektaði félagið um 100.000 krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert