Sérsveitin aðstoðaði við handtöku á karlmanni í Holtasmára í hádeginu í dag.
Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, staðfesti þetta í samtali við mbl.is.
Gunnar gat ekki tjáð sig meira um málið að svo stöddu.
Fréttablaðið segir að sögn sjónarvotta hafi lögregla lokað fyrir umferð á svæðinu og að sést hafi fjöldinn allur af lögreglubílum og ómerktum lögreglubílum. Þá hafi sérsveitarmenn verið vopnaðir.