Sýslumaður mun fá ný verkefni

Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sýslumannsembætti alls landsins verður lykilþjónustustofnun hins opinbera. Því á að fylgja hagræðing og aukin skilvirkni og fleiri störf á starfsstöðvum víða um land. Hugmyndin er að færa ýmis verkefni sem nú eru hjá öðrum stofnunum undir nýja sýslumannsembættið, að sögn Brynjars Níelssonar aðstoðarmanns dómsmálaráðherra.

Mikil vinna eftir

„Menn eru ekki búnir að móta hvaða verkefni annarra stofnana munu færast til sýslumannsembættisins eða hvenær. Það blandast í þetta fleiri ráðuneyti en dómsmálaráðuneytið og það er eftir að ræða við þau. Sú vinna er öll eftir,“ segir Brynjar.

„Menn hafa til dæmis séð ýmislegt í starfsemi ýmissa sérstofnana sem auðvelt væri að færa til sýslumannsins sem deildi þeim á mismunandi starfsstöðvar. Þá má til dæmis nefna ýmsar leyfisveitingar sem lögreglan sinnir nú,“ segir Brynjar.

Hann nefnir að í ráðuneytunum séu margar sjálfstæðar úrskurðarnefndir um ýmis mál. Þær og margt fleira gæti fallið undir sýslumannsembættið.

Nánari umfjöllun má lesa um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert