Tveir íslenskir miðahafar unnu 1.6 milljón hvor í Vikingalottói þessa vikuna. Þeir unnu báðir þriðja vinninginn en hvorki fyrsti né annar vinningur var dreginn út þessa vikuna.
Annar miðinn var keyptur í Olís í Ánanausti en hinn vinningshafinn var í áskrift.
Enginn þátttakandi var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en einn miðahafi var með annan vinning og hlaut sá 100 þúsund krónur.