Allt að 14 stiga hiti á Suðurlandi

Selvogsviti.
Selvogsviti.

Búast má við norðvestan golu eða kalda í dag er kemur fram í hugleiðingu veðurfræðings á vakt hjá Veðurstofu Íslands í morgun. 
„Skúraleiðingar og fremur svalt, hitinn kemst þó líklega í 13 til 14 stig á Suðausturlandi þegar best lætur.“

Þar segir einnig að á morgun verði suðvestan 5 til 10 metrar á sekúndu, en 10 til 15 metrar norvestantil á landinu. 

„Þurrt og bjart veður, en skýjað með köflum vestanlands.

Gengur í hvassa suðvestanátt með rigningu á laugardag, en úrkomulítið á Austurlandi. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austfjörðum.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga


Á föstudag (haustjafndægur):
Suðvestan 5-15 m/s, hvassast norðvestantil. Víða bjartviðri, en skýjað með köflum vestanlands. Hiti 6 til 13 stig.

Á laugardag:
Gengur í suðvestan 15-23 með rigningu, sums staðar talsverð úrkoma, en þurrt austanlands fram á kvöld. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast fyrir austan.

Á sunnudag:
Snýst í norðan og norðvestan 10-18 með dálítilli slyddu, en styttir upp á Suður- og Vesturlandi. Kólnandi, hiti 2 til 8 stig eftir hádegi. Mun hægari vindur vestanlands síðdegis en hvessir þá austantil.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert