„Allt saman byggt á sandi“

Frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
Frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. mbl.is

Verj­end­ur þeirra Guðlaugs Agn­ars Guðmunds­son­ar, Guðjóns Sig­urðsson­ar og Hall­dórs Mar­geirs Ólafs­son­ar, sögðu ekk­ert í gögn­um lög­reglu benda til þess að þeir hafi staðið að inn­flutn­ingi á salt­dreifara frá Hollandi til Íslands.

Þetta kom fram í mál­flutn­ingi verj­endanna í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag. Þeir eru ákærðir fyr­ir skipu­lagða brot­a­starf­semi og stór­felld fíkni­efna­laga­brot í hinu svo­kallaða salt­dreifara­máli.

Frá héraðsdómi í morgun.
Frá héraðsdómi í morg­un. mbl.is

Sig­urður G. Guðjóns­son, verj­andi Guðlaugs Agn­ars, sagði ekk­ert hafa komið fram sem sýni fram á aðild um­bjóðanda síns að mál­inu. Ekk­ert vitni hafi til að mynda stigið fram sem sýndi fram á sekt hans.

Gá­leysi að trúa að ekk­ert væri í dreifar­an­um

Stefán Ragn­ars­son, lögmaður Guðjóns, sagði um­bjóðanda sinn hafa hafa tekið við salt­dreifar­an­um vorið 2020 eft­ir að Hall­dór Mar­geir kom að máli við hann um að geyma dreifar­ann á land­ar­eign Guðjóns, Hjalla­nesi, gegn greiðslu.

Sigurður G. Guðjónsson og Stefán Ragnarsson í dómsal í morgun.
Sig­urður G. Guðjóns­son og Stefán Ragn­ars­son í dómsal í morg­un. mbl.is

Guðjón hafi ekki haft sér­stak­ar grun­semd­ir um að eitt­hvað ólög­legt hafi leynst í tæk­inu. Hann hafi spurt Hall­dór sér­stak­lega um það til að vera viss og Hall­dór hafi svarað því neit­andi. Guðjón hafi því samþykkt að dreifar­inn yrði geymd­ur á Hjalla­nesi þar sem hægt væri að selja hann. Hall­dór hafi síðar sagt við hann að fíkni­efni væru í dreifar­an­um og of seint væri fyr­ir Guðjón að bakka út úr mál­inu.

Stefán sagði að það kunni að vera að Guðjón hafi sýnt af sér mikið gá­leysi með því að trúa því að ekk­ert væri í tæk­inu.

Áður hafði sækj­and­inn í mál­inu sagt Guðjón vera ábú­anda á jörðinni þar sem salt­dreifar­inn var geymd­ur. Ótrú­verðugt væri að hann hafi ekk­ert sagst þekkja til fíkni­efna í dreifar­an­um þegar á sama landi hafi hann verið með kanna­bis­rækt­un, sem hann er einnig ákærður fyr­ir.

Ákæru­valdið hafi flýtt sér

Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son, verj­andi Hall­dórs Mar­geirs, sagði rann­sókn máls­ins ekki vera lokið og að ákæru­valdið hafi flýtt sér þar sem því hafi þótt mik­il­vægt að Ólaf­ur Ágúst og Hall­dór Mar­geir skyldu sæta varðhaldi á grund­velli al­manna­hags­muna áður en frest­ur til þess að fara fram á það rann út. Vil­hjálm­ur sagði jafn­framt „al­gjör­lega óskilj­an­legt“ að ekki hafi verið tekn­ar skýrsl­ur af tveim­ur aðilum sem tengd­ust mál­inu í Hollandi og sömu­leiðis af tveim­ur Ísra­els­mönn­um.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson í héraðsdómi í morgun.
Vil­hjálm­ur H. Vil­hjálms­son í héraðsdómi í morg­un. mbl.is

Eins­dæmi

Vil­hjálm­ur bætti við að það væri eins­dæmi að sá sem flutti salt­dreifar­ann inn til lands­ins, þ.e. greiddi toll­inn fyr­ir hann hér­lend­is í gegn­um fyr­ir­tækið Hóf­járn, hafi verið með rétt­ar­stöðu vitn­is í mál­inu en ekki sak­born­ings. Sömu­leiðis dró Vil­hjálm­ur í efa lög­mæti þess að lög­regl­an nýtti sér gögn úr sam­skipta­for­rit­inu EncroChat við rann­sókn máls­ins en franska lög­regl­an braust inn í þau fyr­ir tveim­ur árum. Hall­dór hafni því jafn­framt að hafa notað for­ritið og hann sé því ekki Resi­dentK­iller eins og sækj­andi held­ur fram. Einnig held­ur sækj­andi því fram að Guðlaug­ur sé Nuc­lear­Fork í for­rit­inu og sam­an hafi þeir Hall­dór spjallað þar sam­an um salt­dreifar­ann.

„Það sem ákæru­valdið og lög­regl­an leyf­ir sér að halda sig fram í þessu máli, þetta er allt sam­an byggt á sandi,“ sagði Vil­hjálm­ur.

Jón Magnússon í héraðsdómi.
Jón Magnús­son í héraðsdómi. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Eng­in glóra að dæma til þungra refs­inga

Jón Magnús­son, lögmaður Ólafs Ágústs Hraun­dal, sagði skjól­stæðing sinn hafa játað sök í meg­in­at­riðum í mál­inu, þ.e. hvað varðar kanna­bis­rækt­un í úti­húsi á Hellu, en að hann harðneiti því að hafa átt hass sem fannst í hest­húsi í Víðidal og að vera eig­andi að fíkni­efn­um í bíl­skúr í Hafnar­f­irði.

Jón sagði enga glóru í því að dæma menn til þungr­ar refs­ing­ar í mál­um sem þess­um. Hann vísaði í rit­gerð Helga Gunn­laugs­son­ar í rit­inu 100 ára saga Hæsta­rétt­ar þar sem hann ræddi um þunga dóma til að byrja með í tengsl­um við fíkni­efnið MDMA, vegna þess að hræðsla hafi verið við hið óþekkta. Vitnaði hann í Helga um meiri refsi­hörku hér á landi í fíkni­efna­mál­um miðað við ann­ars staðar í Evr­ópu.

Auka­leik­ari

Guðmund­ur St. Ragn­ars­son, verj­andi Geirs Elís Bjarna­son­ar, sagði óhætt að kalla skjól­stæðing sinn auka­leik­ara í mál­inu, en ákæru­valdið fer fram á að hann verði dæmd­ur í tveggja ára fang­elsi. Hann hafi ekki tekið vís­vit­andi þátt í skipu­lagðri brot­a­starf­semi. Þátt­taka hans hafi verið af­mörkuð og þröng og hann hafi komið seint inn í ferlið. Rétt­lát­ur dóm­ur yfir hon­um væri skil­orðsbund­inn 18 mánaða dóm­ur. 

Verj­andi bíla­sölu síðast­ur í pontu

Verj­andi bíla­sölu steig loks í pontu en fram­haldsákæra var gef­in út á hend­ur fyr­ir­tæk­inu 14. sept­em­ber. Verj­and­inn sagði ákær­una snú­ast um að bíla­sal­an hafi selt bíl sem ákæru­valdið krefj­ist upp­töku.

Verj­and­inn krafðist þess að upp­töku­kröf­unni yrði vísað frá. Bíll­inn, sem sé 15 til 18 millj­óna króna virði, hafi sam­kvæmt ákæru­vald­inu verið notaður til að flytja einn ákærða og ein­hver tæki vegna kanna­bis­rækt­un­ar. Hann sagði bíla­söl­una hafa selt bíl­inn, en ekki fengið greitt fyr­ir hann og ekki haft hug­mynd um að Ólaf­ur Ágúst hafi notað hann til glæp­sam­legs at­hæf­is, hafi hann þá gert það. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka