Eldur kom upp á Oddeyrinni á Akureyri

Slökkvilið að störfum.
Slökkvilið að störfum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Eldur kom upp í skúr við hún í Gránufélagsgötu á Oddeyrinni á Akureyri klukkan hálf fimm í nótt. 

Þetta staðfestir vakthafandi varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar í samtali við mbl.is, en RÚV greindi fyrst frá. 

Greiðlega gekk að slökkva eldinn og ekki kom til þess að ræsa þyrfti auka mannskap. Engin alvarleg slys urðu á fólki og var eignartjón minniháttar, en skúrinn geymdi aðallega rusl. 

Frá Akureyri.
Frá Akureyri. Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert