„Það er alltaf verið að bæta á opinberum gjöldum og nú er búið að brennimerkja áfengi sem óvin númer eitt. Með stanslausum hækkunum á gjöld er þrengt verulega í snörunni hjá veitingahúsum og börum og það takmarkar frelsi veitingamanna til að geta boðið ásættanlegt verð og góða þjónustu,“ segir Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði.
Fyrir um áratug reið yfir mikil bylgja gleðistundar, eða Happy hour, á börum og veitingahúsum á höfuðborgarsvæðinu og víða á landsbyggðinni í kjölfarið.
Veitingamenn kepptust við að bjóða hagstætt verð á drykkjum síðdegis, á tíma sem gjarnan var rólegur. Þannig var ekki óalgengt að fólk fengi tvo drykki á verði eins, oftast bjór og léttvín en á sumum stöðum átti þetta líka við um kokteila og sterka drykki.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.