Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, hefur staðfest að mennirnir, sem handteknir voru grunaðir um að undirbúa hryðjuverk hér landi, hafi beint sjónum sínum að Alþingi og lögreglu.
Þetta gerði Karl Steinar í viðtali í Kastljósi ríkisútvarpsins rétt í þessu.
Fyrr í dag sagði hann aðspurður að ætla mætti að Alþingi og lögregla hefðu verið skotmörk mannanna.