Íbúðarhús reist í rótgrónu hverfi

Nýbyggingin eins og hún mun líta út, séð frá Stjörnugrófinni.
Nýbyggingin eins og hún mun líta út, séð frá Stjörnugrófinni. Mynd/Hornsteinar

Um­hverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur hef­ur samþykkt að aug­lýsa breyt­ingu á deili­skipu­lagi Foss­vogs­hverf­is vegna lóðar­inn­ar nr. 1 við Undra­land. Í breyt­ing­unni felst að heim­ilt verði að reisa bygg­ingu á lóðinni á tveim­ur hæðum, sam­kvæmt upp­drætti Horn­steina – arki­tekta ehf., alls 970 fer­metra.

Um er að ræða óbyggt tún á horni Bú­staðaveg­ar og Stjörnu­gróf­ar, í grónu hverfi í höfuðborg­inni.

Fram kem­ur í fyr­ir­spurn Horn­steina að í gildi sé deili­skipu­lag Foss­vogs frá ár­inu 1968. Megin­áhersla verði lögð á að af­marka lóðina, skil­greina bygg­ing­ar­reit og setja skil­mála um húsa­gerð, notk­un og upp­bygg­ingu, í sam­ræmi við lög og regl­ur þar að lút­andi. Lagður verði grunn­ur að vönduðum frá­gangi upp­bygg­ing­ar inn­an lóðar­inn­ar sem sam­ræm­ist yf­ir­bragði hverf­is­ins. „Hug­mynda­fræði at­hvarfs­ins og starf­semi þess er höfð að leiðarljósi, sem og mark­mið Reykja­vík­ur­borg­ar um þróun og gæði byggðar,“ seg­ir þar.

Um­hverf­isáhrif telj­ast al­mennt já­kvæð, enda myndi bygg­ing­in góða götu­mynd í hverf­inu og styrki hana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka