Megi ætla að Alþingi eða lögregla væru skotmörk

Frá blaðamannafundi ríkislögreglustjóra vegna handtöku á fjórum mönnum í gær.
Frá blaðamannafundi ríkislögreglustjóra vegna handtöku á fjórum mönnum í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rann­sókn lög­reglu sem varðar grun á und­ir­bún­ingi á hryðju­verk­um er sú fyrsta sinn­ar teg­und­ar sem hef­ur verið sett af stað á Íslandi. 

Þjóðarör­ygg­is­ráði hef­ur verið gert viðvart en að sögn Gríms Gríms­son­ar, yf­ir­lög­regluþjóns miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar lög­reglu, hef­ur rann­sókn­in leitt í ljós upp­lýs­ing­ar sem leiddu til gruns um að í und­ir­bún­ingi væru árás­ir gegn borg­ur­um rík­is­ins og stofn­un­um þess. 

Þetta kom fram á upp­lýs­inga­fundi rík­is­lög­reglu­stjóra sem var boðaður í dag vegna um­fangs­mik­illa rann­sókna og aðgerða embætt­is­ins.

Alþingi eða lög­regla

Karl Stein­ar Vals­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá embætti rík­is­lög­reglu­stjóra, Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu og Sveinn Ingi­berg Magnús­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá héraðssak­sókn­ara, voru á fund­in­um.

Rík­is­lög­reglu­stjóri fer með rann­sókn­ina en hlut­verk embætt­is­ins er að rann­saka landráð og brot gegn stjórn­skip­an rík­is­ins og æðstu stjórn­völd­um þess.

Spurðir hvort ekki mætti ætla að árás­ar­menn­irn­ir hafi beint sjón­um sín­um að Alþingi eða lög­reglu, svaraði Karl Stein­ar því ját­andi.

„Það má al­veg ætla það.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert