Nágrannar einskis varir

Myndin sýnir vinnubilið sem lögreglan rannsakaði í gær.
Myndin sýnir vinnubilið sem lögreglan rannsakaði í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Iðnaðar­menn sem hafa verið að störf­um nærri þeim hluta iðnaðar­hús­næðis þar sem menn voru hand­tekn­ir af lög­reglu i Mos­fells­bæ í gær, vegna gruns um að und­ir­búa hryðju­verk hér á landi, segj­ast í sam­tali við mbl.is ekki hafa orðið var­ir við neina glæp­a­starf­semi eða skugga­lega hátt­semi.

Um er að ræða iðnaðarsvæði í Mos­fells­bæ sem stend­ur við göt­una Bugðufljót. Menn­irn­ir segja að viðbúnaður lög­reglu á svæðinu í gær hafi verið gíf­ur­leg­ur.

Menn sem starfa í bíla­verk­stæði á móti segj­ast held­ur aldrei hafa orðið var­ir við neitt ann­ar­legt á svæðinu. Þar hafi alltaf verið eins og var í dag, þegar blaðamaður mbl.is mætti á svæðið. Eng­inn á ferli og allt með kyrr­um kjör­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka