Norðurvígi sendir frá sér yfirlýsingu

Frá upplýsingafundi lögreglu vegna aðgerða sérsveitarinnar.
Frá upplýsingafundi lögreglu vegna aðgerða sérsveitarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nor­ræna mót­stöðuhreyf­ing­in, einnig þekkt sem sam­tök­in Norður­vígi sem bendluð hafa verið við nýnas­isma, hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu á heimasíðu sinni þar sem hreyf­ing­in seg­ist ekki tengj­ast nein­um öfga­hóp­um.

Þá sé hún ekki með fólk inn­an sinna raða sem ætli sér að fremja hryðju­verk, en sam­kvæmt yf­ir­skrift yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar er til­efni henn­ar hand­taka lög­reglu á fjór­um mönn­um vegna gruns um und­ir­bún­ing hryðju­verka.

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir að í „æsifrétta­mennsku“ Frétta­blaðsins og fleiri fjöl­miðla hafi verið reynt að mála hreyf­ing­una sem öfga­sam­tök.

Vinn­andi fólk og borgi skatta og skyld­ur

„Við erum vinn­andi fólk eins og svo marg­ir aðrir, borg­um okk­ar skatta og skyld­ur. Við ein­beit­um okk­ur á að upp­lýsa fólk með ræðum og riti og hvetj­um ekki til of­beld­is. Hins veg­ar verj­um við okk­ur ef á okk­ur er ráðist.“

Þá vís­ar hreyf­ing­in til frétt­ar sem Frétta­blaðið skrifaði um áhyggj­ur lög­reglu af sam­tök­un­um Norður­vígi í fyrra.

„Við vilj­um benda á að Nor­ræna mót­stöðuhreyf­ing­in í Svíþjóð er lög­lega skráður flokk­ur þar í landi og tók þátt í kosn­ing­un­um núna síðustu tvö skipt­in. Hvetj­um við fólk um [sic] að kynna sér bet­ur okk­ar mál­efni og ekki láta æsifrétta­mennsk­una mata sig,“ seg­ir einnig í yf­ir­lýs­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka