Skoða tengsl mannanna við erlend öfgasamtök

Mennirnir voru handteknir í gær.
Mennirnir voru handteknir í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verið er að skoða hvort að ein­stak­ling­arn­ir sem hand­tekn­ir voru í gær, vegna rann­sókn­ar lög­reglu er varðar grun um und­ir­bún­ing að hryðju­verk­um, teng­ist er­lend­um öfga­sam­tök­um. 

Lög­regl­an á Íslandi er í sam­tali við er­lend lög­gæslu­yf­ir­völd. Tveir mann­anna eru í gæslu­v­arðhaldi og eru yf­ir­heyrsl­ur rétt að byrja.

Þetta kom fram á upp­lýs­inga­fundi rík­is­lög­reglu­stjóra sem var boðaður í dag vegna um­fangs­mik­illa rann­sókna og aðgerða embætt­is­ins. 

Virkja öll tengslanet

Karl Stein­ar Vals­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá embætti rík­is­lög­reglu­stjóra, Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu og Sveinn Ingi­berg Magnús­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá héraðssak­sókn­ara, voru á fund­in­um.

„Við erum að virkja öll þau tengslanet sem við höf­um ein­fald­lega vegna þess að við stönd­um frammi fyr­ir at­b­urðarás – at­b­urðum og fyr­ir­huguðum áætl­un­um sem eru ekki í þeim takti sem við höf­um séð áður. Þannig að við að sjálf­sögðu leit­um þangað sem við telj­um að við þurf­um,“ sagði Karl Stein­ar.

Fram hef­ur komið að upp­lýs­ing­ar í rann­sókn lög­reglu hafi leitt til gruns um að í und­ir­bún­ingi væru árás­ir gegn borg­ur­um rík­is­ins og stofn­un­um þess. Spurður hvort að málið bein­ist gegn ákveðnum hóp­um eða gagn­vart ein­stak­ling­um, sagði Karl Stein­ar að lög­regl­an ætlaði að sleppa því að svara þess­ari spurn­ingu í augna­blik­inu.

Telja sig vera með stór­an hluta vopn­anna

Sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra og lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hand­tóku í gær fjóra menn vegna gruns um skipu­lagða glæp­a­starf­semi og viðamik­il vopna­laga­brot. 

Eru menn­irn­ir m.a. grunaðir um að hafa fram­leitt vopn með þrívídd­ar­prent­ara. Þá hafi ein­hver vopn hugs­an­lega verið flutt inn. Lög­regla tel­ur sig vera með stór­an hluta vopn­anna í sinni vörslu. Hún hef­ur þegar kom­ist yfir tugi vopna og þúsund­ir skot­færa.

Lög­regla vildi ekki svara hvort að menn­irn­ir sem hand­tekn­ir voru hefðu áður komið við sögu lög­reglu. Þá sagðist lög­regl­an ekki geta úti­lokað að rann­sókn­in tengd­ist fleiri ein­stak­ling­um.

Rann­sókn­in á viðkvæmu stigi

„Lög­regl­an sem slík er ákaf­lega ánægð með það að hafa náð að koma veg fyr­ir það að ekki yrði meira úr þess­um hug­mynd­um sem að okk­ur virt­ist blasa við að þess­ir aðilar hefðu um – að fram­kvæma ein­hvers kon­ar al­var­legt af­brot,“ sagði Grím­ur.

Spurður hvort lög­regla hefði upp­lýs­ing­ar um hvenær menn­irn­ir ætluðu að láta til skar­ar skríða kvaðst Grím­ur ekki geta veitt frek­ari upp­lýs­ing­ar. Rann­sókn­in væri á viðkvæmu stigi og hægt væri að segja mjög lítið um hana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert