Skýra þarf aðkomu náinna aðstandenda

Umboðsmaður taldi ekki forsendur til að gera athugasemdir við niðurstöðu …
Umboðsmaður taldi ekki forsendur til að gera athugasemdir við niðurstöðu ráðuneytisins en af þessu leiddi þó óhjákvæmilega að aðstandendur í svona stöðu nytu ekki þess réttaröryggis sem málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttar tryggðu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Umboðsmaður Alþing­is bend­ir dóms­málaráðherra á að taka til at­hug­un­ar hvort rétt kunni að vera að skýra bet­ur aðkomu ná­inna aðstand­enda að mál­efn­um lögræðis­sviptra svo og per­sónu­leg­an rétt þess lögræðis­svipta til kæru.

Til­efni ábend­ing­ar­inn­ar er kvört­un frá kjör­börn­um konu sem svipt var fjár­ræði að þeirra frum­kvæði. Eft­ir að móður þeirra var skipaður lögráðamaður kröfðust börn­in þess ann­ars veg­ar að henni yrði skipaður nýr lögráðamaður og hins veg­ar að yf­ir­lögráðandi tæki aft­ur upp mál sem hann hafði samþykkt til­tekn­ar ráðstaf­an­ir lögráðamanns­ins í. Úrsk­urðir dóms­málaráðuneyt­is­ins í báðum mál­un­um byggðust á að börn­in ættu ekki aðild að þess­um mál­efn­um móður sinn­ar, að því er seg­ir á vef umboðsmanns. 

Aðstand­end­ur njóta ekki réttarör­ygg­is

Fram kem­ur, að umboðsmaður taldi ekki for­send­ur til að gera at­huga­semd­ir við niður­stöðu ráðuneyt­is­ins en af þessu leiddi þó óhjá­kvæmi­lega að aðstand­end­ur í svona stöðu nytu ekki þess réttarör­ygg­is sem málsmeðferðarregl­ur stjórn­sýslu­rétt­ar tryggðu. Við þess­ar aðstæður væri eft­ir­lit með ákvörðunum og ráðstöf­un­um yf­ir­lögráðanda ein­skorðað við þær aðgerðir sem dóms­málaráðuneytið gæti gripið til á grund­velli yf­ir­stjórn­ar - og eft­ir­lits­heim­ilda sinna.

Benti umboðsmaður á að í norsk­um lögræðis­lög­um er mælt fyr­ir um að maki eða sam­búðarmaki verði ekki skipaður lögráðamaður ef börn hins lögræðis­svipta, sem ekki eru börn mak­ans eða sam­búðarmakans, eru mót­fall­in því og með sama hætti skuli tekið til­lit til sjón­ar­miða maka eða sam­búðaraðila ef til greina komi að skipa barn hins lögræðis­svipta sem lögráðamann.  

Ýmis­legt óljóst

Þá yrði ekki annað séð en óljóst væri hvernig kæru­heim­ild manns væri háttað þegar hann hefði verið svipt­ur sjálfræði og skipaður lögráðamaður, því ákvörðun um kæru væri þá hjá þeim síðar­nefnda. Enn frem­ur væri ekki ljóst af lögræðis­lög­um hvort sú staða sem maka eða sam­búðarmaka væri veitt við val á lögráðamanni geti leitt til aðild­ar hans að kæru­máli vegna slíkr­ar ákvörðunar, seg­ir á vef embætt­is­ins. 

Í ábend­ingu umboðsmanns felst eng­in afstaða til þess hvernig eiga að skipa þess­um mál­um held­ur bent á mik­il­vægi þess að laga­regl­ur séu skýr­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka