Sorgardagur og lögreglumönnum brugðið

Ætla má að lögregla og/eða Alþingi hafi verið skotmörk.
Ætla má að lögregla og/eða Alþingi hafi verið skotmörk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjöln­ir Sæ­munds­son, formaður land­sam­bands lög­reglu­manna, seg­ir þó nokkra úr röðum lög­reglu hafi lýst áhyggj­um vegna þeirr­ar hryðju­verka­ógn­ar sem tókst að af­stýra í gær. Um sé að ræða sorg­ar­dag.

„Já, lög­reglu­mönn­um er auðvitað brugðið yfir þessu og hafa haft sam­band við mig í dag varðandi þetta. Menn hafa auðvitað áhyggj­ur,“ seg­ir Fjöln­ir í sam­tali við mbl.is.

„Þetta er sorg­ar­dag­ur, finnst mér. Að það sé kom­in upp hryðju­verka­ógn á Íslandi. Menn hafi ætlað sér að beita vopn­um gegn al­menn­um borg­ur­um, lög­reglu eða stofn­un­um rík­is­ins. Ég verð að segja að ég var bara frek­ar sleg­inn yfir þessu,“ bæt­ir hann við.

Um málið sem slíkt kveðst Fjöln­ir ekk­ert vita.

Fram kom á blaðamanna­fundi rík­is­lög­reglu­stjóra í dag að talið sé að menn­irn­ir hafi ætlað að leggj­ast til at­lögu gegn rík­is­stofn­un­um og al­menn­um borg­ur­um. Fjöln­ir bend­ir á að lög­reglu beri að vernda þær stofn­an­ir og al­menna borg­ara.

„Það sýn­ir auðvitað að lög­reglu­menn eru í hættu í sín­um störf­um.“

Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna.
Fjöln­ir Sæ­munds­son, formaður Lands­sam­bands lög­reglu­manna. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Fjölga þurfi lög­reglu­mönn­um

Spurður hvort mál af þessu tagi dragi úr ör­ygg­is­til­finn­ingu lög­reglu­manna svar­ar hann því ját­andi en bend­ir á að á blaðamanna­fund­in­um hafi komið fram að hætt­unni hafi verið af­stýrt.

„Já, þetta dreg­ur kannski úr ör­ygg­is­til­finn­ingu en ann­ars kom fram á fund­in­um í dag að þeir telja sig búna að ná utan um þetta.“

Málið sýni þó að fjölga þurfi lög­reglu­mönn­um. „Það fer ofboðslega mik­ill mann­skap­ur í að rann­saka svona mál og fylgja því eft­ir. Það má áætla það að það fari um 50 manns í að rann­saka þetta og það er ansi mikið af um 750 lög­reglu­mönn­um á land­inu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert