Þetta vitum við um hryðjuverkamálið

Frá blaðamannafundi lögreglu í dag.
Frá blaðamannafundi lögreglu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjór­ir menn voru hand­tekn­ir í viðamikl­um sam­ræmd­um aðgerðum lög­reglu í gær. Menn­irn­ir eru grunaðir um að und­ir­búa hryðju­verk hér á landi. Hér er það sem við vit­um að svo stöddu.

  • Rann­sókn á al­var­legu vopna­laga­broti var upp­hafið að mál­inu.
  • Við rann­sókn lög­reglu komu fram upp­lýs­ing­ar sem leiddu til gruns um að í und­ir­bún­ingi væru árás­ir gegn borg­ur­um rík­is­ins og stofn­un­um þess.
  • Þetta er lík­lega í fyrsta skipti sem lög­regl­an á Íslandi hef­ur rann­sakað und­ir­bún­ing að hryðju­verk­um.
  • Ætla má að árás­ar­menn­irn­ir hafi beint sjón­um sín­um að Alþingi eða lög­reglu, að sögn Karls Stein­ars Vals­son­ar, yf­ir­lög­regluþjóns hjá embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Upplýsingafundur vegna aðgerða lögreglu í dag.
Upp­lýs­inga­fund­ur vegna aðgerða lög­reglu í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

 Fjór­ir menn hand­tekn­ir í gær

  • Fjór­ir ís­lensk­ir karl­menn á þrítugs­aldri voru hand­tekn­ir af sér­sveit­inni í gær í um­fangs­mikl­um aðgerðum í Holta­smára í Kópa­vogi og á iðnaðarsvæði í Mos­fells­bæ.
  • Menn­irn­ir eru grunaðir um að und­ir­búa hryðju­verk og ann­ars veg­ar inn­flutn­ing skot­vopna, íhluta í skot­vopn og skot­færa og hins veg­ar fram­leiðslu skot­vopna.
  • Menn­irn­ir eru þá grunaðir um að hafa fram­leitt íhluti í vopn með þrívídd­ar­prent­ara.
  • Brot­in varða við a-lið 100. grein­ar hegn­ing­ar­laga, þar sem kveðið er á um að fyrir hryðju­verk skuli refsa með allt að ævi­löngu fang­elsi, og ýmis brot tal­in upp sem falla þar und­ir. Sömu refs­ingu skuli sá sæta sem í sama til­gangi hót­ar að fremja þau brot.
  • Tveir þeirra hafa verið úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald, ann­ar í viku, hinn í tvær vik­ur.
  • Þjóðarör­ygg­is­ráð var upp­lýst um aðgerðir lög­reglu um það leyti sem þær hóf­ust í gær, að sögn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra.

Lagt hald á tugi skot­vopna

  • Hús­leit hef­ur verið fram­kvæmd á níu stöðum.
  • Lög­regla hef­ur lagt hald á tugi skot­vopna, þar á meðal hálf­sjálf­virk­ar byss­ur, ásamt þúsund­um skot­færa.
  • Lög­regl­an hef­ur einnig lagt hald á tölv­ur og síma. 
  • Lög­regla tel­ur sig vera með stærsta hluta vopn­anna í sinni vörslu.
  • Lög­regl­an á Íslandi er í sam­tali við er­lend lög­gæslu­yf­ir­völd en verið er að skoða hvort að ein­stak­ling­arn­ir teng­ist er­lend­um öfga­sam­tök­um. 
  • Á ein­hverj­um tíma­punkti voru allt að 50 lög­reglu­menn að störf­um vegna máls­ins.
  • Lög­regl­an kveðst ekki geta úti­lokað að fleiri ein­stak­ling­ar teng­ist mál­inu.

Það sem við vit­um ekki

  • Hver til­gang­ur áætlaðra árása var.
  • Hvort menn­irn­ir teng­ist öfga­hóp­um, en á fund­in­um var sér­stak­lega spurt hvort þeir væru tengd­ir þjóðern­is­sinn­um.
  • Hvort menn­irn­ir hafi áður komið við sögu lög­reglu.
  • Hvenær áætlað hafi verið að fremja hryðju­verk.
  • Hvort til­ætluðum árás­um hafi verið beint að ákveðnum hóp­um eða ein­stak­ling­um.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert