Þetta vitum við um hryðjuverkamálið

Frá blaðamannafundi lögreglu í dag.
Frá blaðamannafundi lögreglu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjórir menn voru handteknir í viðamiklum samræmdum aðgerðum lögreglu í gær. Mennirnir eru grunaðir um að undirbúa hryðjuverk hér á landi. Hér er það sem við vitum að svo stöddu.

  • Rannsókn á alvarlegu vopnalagabroti var upphafið að málinu.
  • Við rann­sókn lög­reglu komu fram upp­lýs­ing­ar sem leiddu til gruns um að í und­ir­bún­ingi væru árás­ir gegn borg­ur­um rík­is­ins og stofn­un­um þess.
  • Þetta er líklega í fyrsta skipti sem lögreglan á Íslandi hefur rannsakað undirbúning að hryðjuverkum.
  • Ætla má að árásarmennirnir hafi beint sjónum sínum að Alþingi eða lögreglu, að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirlögregluþjóns hjá embætti ríkislögreglustjóra.
Upplýsingafundur vegna aðgerða lögreglu í dag.
Upplýsingafundur vegna aðgerða lögreglu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

 Fjórir menn handteknir í gær

  • Fjórir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir af sérsveitinni í gær í umfangsmiklum aðgerðum í Holtasmára í Kópavogi og á iðnaðarsvæði í Mosfellsbæ.
  • Mennirnir eru grunaðir um að undirbúa hryðjuverk og annars vegar innflutning skotvopna, íhluta í skotvopn og skotfæra og hins vegar framleiðslu skotvopna.
  • Menn­irn­ir eru þá grunaðir um að hafa fram­leitt íhluti í vopn með þrívídd­ar­prent­ara.
  • Brotin varða við a-lið 100. greinar hegningarlaga, þar sem kveðið er á um að fyrir hryðjuverk skuli refsa með allt að ævilöngu fangelsi, og ýmis brot talin upp sem falla þar undir. Sömu refsingu skuli sá sæta sem í sama tilgangi hótar að fremja þau brot.
  • Tveir þeirra hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, annar í viku, hinn í tvær vikur.
  • Þjóðaröryggisráð var upplýst um aðgerðir lögreglu um það leyti sem þær hófust í gær, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Lagt hald á tugi skotvopna

  • Húsleit hefur verið framkvæmd á níu stöðum.
  • Lögregla hefur lagt hald á tugi skotvopna, þar á meðal hálfsjálfvirkar byssur, ásamt þúsundum skotfæra.
  • Lögreglan hefur einnig lagt hald á tölvur og síma. 
  • Lög­regla tel­ur sig vera með stærsta hluta vopn­anna í sinni vörslu.
  • Lög­regl­an á Íslandi er í sam­tali við er­lend lög­gæslu­yf­ir­völd en verið er að skoða hvort að ein­stak­ling­arn­ir teng­ist er­lend­um öfga­sam­tök­um. 
  • Á einhverjum tímapunkti voru allt að 50 lögreglumenn að störfum vegna málsins.
  • Lögreglan kveðst ekki geta útilokað að fleiri einstaklingar tengist málinu.

Það sem við vitum ekki

  • Hver tilgangur áætlaðra árása var.
  • Hvort mennirnir tengist öfgahópum, en á fundinum var sérstaklega spurt hvort þeir væru tengdir þjóðernissinnum.
  • Hvort mennirnir hafi áður komið við sögu lögreglu.
  • Hvenær áætlað hafi verið að fremja hryðjuverk.
  • Hvort tilætluðum árásum hafi verið beint að ákveðnum hópum eða einstaklingum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert