Vill efla málakennslu

Szymon Szynkowski vel Sęk, utanríkisráðherra Póllands.
Szymon Szynkowski vel Sęk, utanríkisráðherra Póllands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Pólski aðstoðarráðherrann Szymon Szynkowski vel Sek, sem er í opinberri heimsókn hér á landi, vill efla tungumálakennslu á báða bóga. Hann vill stuðla að því að pólsk börn læri móðurmál sitt hér á landi og að Pólverjum bjóðist íslenskunám á háskólastigi í heimalandinu. Þannig sé hægt að styrkja tengsl þjóðanna.

„Það er ákorun fyrir okkur að efla pólskukennslu hér á landi. Það er boðið upp á slíka kennslu í mörgun grunnskólum, um þrjátíu skólum af um tvö hundruð. Ég mun nýta tækifærið í dag til þess að tala við kollega mína um möguleikann á að auka aðgengi að pólskukennslu,“ segir hann.

Þá segir ráðherrann að farið sé að bjóða upp á íslenskunám á háskólastigi í einum af elstu háskólum Póllands, Jagiellonian-háskólanum í Kraká, og stefnt sé að því að bjóða upp á það sama í háskólanum í Gdansk.

„Það er eitt af því sem við höfum gert til þess að sýna að við tökum samband okkar við Ísland mjög alvarlega.“

Hvað viðkemur pólska samfélaginu á Íslandi segir hann að önnur mikilvæg áskorun, á eftir móðurmálskennslu pólskra barna, sé að þjálfa pólsk-íslenska þýðendur. Þegar samskipti þjóðanna séu orðin svona mikil sé nauðsynlegt að fjölga þeim sem hafi gott vald á báðum tungumálum.

Szynkowski vel Sek ræddi fleira er varðar tengsl Íslands og Póllands, innrásina í Úkraínu, orkumál og sambandið við önnur Evrópuríki í samtali við Morgunblaðið. 

Nánar er rætt við  Szymon Szynkowski vel Sek í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert