Anders Breivik ein af fyrirmyndunum

Fjórir karlmenn voru handteknir af sérsveit ríkislögreglustjóra á miðvikudag í …
Fjórir karlmenn voru handteknir af sérsveit ríkislögreglustjóra á miðvikudag í umfangsmiklum aðgerðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mennirnir sem handteknir voru af sérsveit ríkislögreglustjóra í umfangsmiklum aðgerðum á miðvikudag, eiga sér fyrirmyndir í þjóðernisöfgum á Norðurlöndum, þar á meðal í Anders Breivik, barnamorðingjanum í Utøya 2011. 

Meðal þess sem fannst í húsleit lögreglunnar var ofstækisáróður af því tagi og kannar lögregla möguleg tengsl við norræna öfgahópa.

Þetta herma heimildir Morgunblaðsins.

Sérstaka athygli vakti að mennirnir virðast hafa framleitt íhluti í skotvopn með þrívíddarprentara. Eftir því sem næst verður komist var haldlagning lögreglu á slíkt heimaframleitt vopn þess valdandi að hún komst á snoðir um athæfi mannanna.

Lögregla lagði hald á tugi skotvopna, þar á meðal hálfsjálfvirkar byssur, ásamt ógrynni skotfæra. Sumar byssurnar voru þrívíddarprentaðar og settar saman af hinum grunuðu, en þar voru einnig hefðbundnari byssur, sumar mjög öflugar.

Norræna mótstöðuhreyfingin, einnig þekkt sem samtökin Norðurvígi, sem bendluð hafa verið við nýnasisma, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hreyfingin segist ekki tengjast neinum öfgahópum. Þá sé hún ekki með fólk innan sinna raða sem ætli sér að fremja hryðjuverk.

Skoða hvort mennirnir tengist erlendum öfgasamtökum

„Við erum að virkja öll þau tengslanet sem við höfum, einfaldlega vegna þess að við stöndum frammi fyrir atburðarás – atburðum og fyrirhuguðum áætlunum sem eru ekki í þeim takti sem við höfum séð áður. Þannig að við að sjálfsögðu leitum þangað sem við teljum að við þurfum,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, á blaðamannafundi í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert