Geta ekki lengur hugsað sér að fara á árshátíð

Sérsveitin að störfum.
Sérsveitin að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er bara hræðilegt. Þú get­ur ímyndað þér að ef þú ert maki lög­reglu­manns og ætlaðir með hon­um á árs­hátíð að þú sért í lífs­hættu við það,“ seg­ir Fjöln­ir Sæ­munds­son, formaður lands­sam­bands lög­reglu­manna.

Hann bæt­ir við: „Það er al­veg hræðilegt ef ein­hver hef­ur ætlað sér að ráðast á lög­reglu­menn og fjöl­skyld­ur þeirra í frí­tíma.“

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins sýndu menn­irn­ir fjór­ir, sem voru hand­tekn­ir í um­fangs­mikl­um aðgerðum á miðviku­dag, árs­hátíð lög­reglu­manna, sem halda á í næstu viku, sér­stak­an áhuga.

Fjöln­ir seg­ir málið hræðilegt og bæt­ir við að þetta sé ekki þjóðfé­lag sem við héld­um að við byggj­um í. „Þó svo maður viti nú ým­is­legt ver­andi í lög­regl­unni um skugga­hliðar sam­fé­lags­ins. Þá er þetta ein­hver ný þjóðfé­lags­gerð.“

Ein­hverj­ir geti ekki hugsað sér að mæta

Fjöln­ir seg­ist ekk­ert hafa heyrt um að fresta eigi árs­hátíðinni. „En ég hef svo sem heyrt að marg­ir geti ekki leng­ur hugsað sér að fara á árs­hátíð og að mak­ar lög­reglu­manna geti ekki hugsað sér að sækja árs­hátíð hjá lög­regl­unni þegar svona frétt­ir koma. Fólk er dá­lítið miður sín.“

Spurður hvort að funda eigi um þetta mál seg­ir Fjöln­ir að stjórn lands­sam­bands­ins muni auðvitað koma sam­an og ræða þetta en auk þess sé lög­regl­an með alls kyns spjallþræði og tölvu­pósta­sam­skipti og að málið sé í fullri umræðu.

„Það er bara hljóð í lög­reglu­mönn­um og þeir eru áhyggju­full­ir og velta fyr­ir sér á hvaða breyt­ing­ar þetta kalli,“ seg­ir Fjöln­ir.

Fjölnir Sæmundsson, formaður landssambands lögreglumanna.
Fjöln­ir Sæ­munds­son, formaður lands­sam­bands lög­reglu­manna. mbl.is/​Sig­urður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert