Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir nærri því allt Ísland um helgina.
Spáð er suðvestan hvassviðri eða stormi en gula viðvörunin tekur fyrst gildi klukkan 17 á morgun á Vestfjörðum.
Klukkan 22 á laugardagskvöld hefur viðvörunin tekið gildi á öllu vestanverðu- og norðanverðu landinu og á Austurlandi að Glettingi ásamt Miðhálendinu.
Klukkan 9 að morgni sunnudags er spáð að veðrið hafi lægt og eru engar viðvaranir í gildi þá.
Á milli klukkan 10 og 11 á sunnudagsmorgun tekur aftur við gul viðvörun og þá á Suðausturlandi, Austfjörðum, Austurlandi og á Norðurlandi eystra og verður í gildi fram á miðnætti.