Gul viðvörun um allt land

Suðurland virðist ætla að vera eini landshlutinn um helgina sem …
Suðurland virðist ætla að vera eini landshlutinn um helgina sem ekki þarf að vara við veðri á. Skjáskot/vedur.is

Veður­stofa Íslands hef­ur gefið út gula veðurviðvör­un fyr­ir nærri því allt Ísland um helg­ina. 

Spáð er suðvest­an hvassviðri eða stormi en gula viðvör­un­in tek­ur fyrst gildi klukk­an 17 á morg­un á Vest­fjörðum. 

Klukk­an 22 á laug­ar­dags­kvöld hef­ur viðvör­un­in tekið gildi á öllu vest­an­verðu- og norðan­verðu land­inu og á Aust­ur­landi að Glett­ingi ásamt Miðhá­lend­inu. 

Klukk­an 9 að morgni sunnu­dags er spáð að veðrið hafi lægt og eru eng­ar viðvar­an­ir í gildi þá. 

Á milli klukk­an 10 og 11 á sunnu­dags­morg­un tek­ur aft­ur við gul viðvör­un og þá á Suðaust­ur­landi, Aust­fjörðum, Aust­ur­landi og á Norður­landi eystra og verður í gildi fram á miðnætti.

Veður­vef­ur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka