Harpan blá í tilefni dagsins

Talið er að um 200 mismunandi táknmál séu notuð til …
Talið er að um 200 mismunandi táknmál séu notuð til samskipta í heiminum og af því tilefni hvöttu Alheimssamtök heyrnarlausra alla til að styðja við og fagna með því að varpa bláu ljósi, lit baráttunnar á heimsvísu, á helstu kennileiti mbl.is/Árni Sæberg

Harpan var lýst upp í bláum lit í tilefni af alþjóðadegi táknmála, sem haldinn var hátíðlegur í dag. 

Talið er að um 200 mismunandi táknmál séu notuð til samskipta í heiminum og af því tilefni hvöttu Alheimssamtök heyrnarlausra alla til að styðja við og fagna með því að varpa bláu ljósi, lit baráttunnar á heimsvísu, á helstu kennileiti og byggingar til stuðnings táknmáli.

Fleiri byggingar lýstar upp

Á Íslandi er íslenskt táknmál eina hefðbundna minnihlutamálið og hvetur því Félag heyrnarlausra almenning til að styðja málið í verki.

Kópavogskirkja, RÚV, Háskóli Íslands, Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra lýstu  sínar byggingar bláum ljósgeisla í tilefni dagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert